Um 250 starfsmönnum Danske Bank var sagt upp störfum í dag. Stjórnendur bankans hófu klukkan níu í morgun að staðartíma að funda með starfsmönnunum þar sem þeim sem misstu vinnuna var greint frá því. Starfsmenn í Kaupmannahöfn, Óðinsvéum, Vejle og Árósum missa vinnuna. Uppsagnirnar eru hluti af mikilli niðurskurðaráætlun sem nú er unnið að í Danske Bank.

„Andrúmsloftið á meðal starfsmanna er auðvitað mjög slæmt. Hugsanlega finna þeir til vanmáttar. Menn vildu gjarnan taka þátt í því að koma bankanum aftur í góðan rekstur, en menn eru auðvitað alltaf á bakvið eyrun að til þess þarf að fækka starfsmönnum og það gerir þetta allt svo erfitt,“ segir Steen Lund Olsen, formaður stéttarfélags starfsmanna Danske Bank.