Bandaríska alríkisstofunin Federal Deposit Insurance Corporation (FDIC) hefur tekið yfir 26 banka það sem af er árinu.  Þetta kemur á vef FDIC.

Stofnunin tók yfir lítinn banka í Illinois á föstudag. Bank of Commerce of Wood Dale var með 163,1 milljón dala í eignir þegar hann var yfirtekinn af stofnuninni.

Sheila Bair formaður stjórnar FDIC telur að yfirteknum bönkum muni fækka milli ára. Í fyrra tók stofnunin yfir 157 banka og árið 2009 voru þeir 140.