Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 26,8 milljarða króna viðskiptum. Það er annar veltumesti dagur ársins en sá veltumesti var síðastliðinn miðvikudag.

GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,2% í 15,7 milljarða króna viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,4% í 10,6 milljarða króna viðskiptum.

Mikil hækkun í vikunni

Verðtryggð skuldabréf hækkuðu mikið í vikunni og hækkaði skuldabréfavísitala verðtryggðra bréfa um 3,59%. Vísitala óverðtryggðra bréfa lækkaði um 0,11% og GAMMA:GBI um 2,56%.

„Mun meiri velta var með skuldabréf í vikunni en hefur verið og var meðal dagsvelta í vikunni 23,49 milljarðar króna, þar af 13,83 milljarðar með verðtryggt og 9,66 milljarðar með óverðtryggt, en á árinu hefur meðal dagsvelta verið um 8-10 milljarðar króna. Var m.a. veltumet slegið á miðvikudaginn og var gærdagurinn sá þriðji veltumesti," segir í tilkynningu frá Gamma.