Íslandsbanki var í lok síðasta árs með tæplega 27 milljarða peningamarkaðslán til lánastofnana í útlöndum. Þetta kemur fram í sérstöku riti (Risk book) Íslandsbanka þar sem farið er ítarlega yfir rekstur bankans. Fram kemur í ritinu að mestar fjárhæðir í lánum til útlanda séu til Þýskalands, 8,9 milljarðar króna. Þar á eftir koma Bandaríkin með 5,6 milljarða króna og síðan Danmörk með rúmlega fimm milljarða.

Samtals eru peningamarkaðslán til lánastofnana upp á tæplega 34 milljarða, þar af eru lán til íslenskra banka um fimm milljarðar. Lán til erlendra banka tengjast lausafjárstýringu bankans. Hluti innlánskuldbindinga er í erlendum myntum og þarf bankinn að geta mætt því ef viðkomandi viðskiptavinir vilja taka út fjármuni sína.