VISA Ísland ehf., eignarhaldsfélag Arion banka utan um C-bréf í VISA International, umbreytti helmingi C-bréfa sinna í A-bréf á síðasta ári. A-bréfin voru seld á 3,4 milljarða króna og var söluhagnaður tæplega 2,9 milljarðar. Kaupandi hefur ekki greitt fyrir hlutinn að fullu.

Eftirstandandi C-hlutir eru metnir á 2,7 milljarða. Félagið mun greiða 3,3 milljarða í arð til eiganda síns vegna rekstrarársins.