Í september var 3% atvinnuleysi á Íslandi. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands . Samkvæmt vinnurannsókn Hagstofunnar voru að jafnaði 195 þúsund manns á aldrinum 16-74 á vinnumarkaði í september á þessu ári, sem jafngildir 82,3% atvinnuþátttöku.

Af þeim voru alls 189.300 starfandi og 5.800 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 79,9% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 3%, eins og áður hefur komið fram.

Atvinnuþátttaka og fjöldi starfa eykst milli ára

Ef að mælingar fyrir september 2015 og 2016 eru bornar saman þá sýnir að atvinnuþátttakan jókst um 0,9% stig milli ára. Fjöldi starfandi jókst um 8.500 og hlutfallið af mannfjölda hækkaði um 1,6 stig. Atvinnulausum fækkaði um 1.300 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu lækkaði um 0,8%.

Oft er talað um eðlilegt eða náttúrulegt atvinnuleysi í kringum 2-3%.