*

fimmtudagur, 9. júlí 2020
Innlent 22. ágúst 2019 13:39

3,1% atvinnuleysi í júlí

Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægri en í júní.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Atvinnuleysi í júlímánuði mældist 3,1% samkvæmt árstíðarleiðréttum tölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun og er hlutfallið 0,2 prósentustigum lægra en í júní en 6.500 voru atvinnulausir í mánuðinum. 

Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægri en í júní og leiðrétt hlutfall starfandi fólks var 78,7% fyrir júlí 2019 sem er það sama og í júní.

Í tilkynningu frá Hagstofunni segir að þegar horft sé  til síðustu sex mánaða sýni  leitni að árstíðaleiðréttar tölur um atvinnuþátttöku lækkuðu lítillega eða um 0,3 prósentustig. Hlutfall starfandi lækkaði einnig eða um hálft prósentustig um leið og atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig.

Samkvæmt óleiðréttum mælingum voru að jafnaði 213.800 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í júlí 2019 sem jafngildir 83,4% atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu reyndust 208.400  vera starfandi og 5.400  án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 81,3% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,5%.

Atvinnulausir í júlí 2019 voru um 200 manns fleiri en á sama tíma árið 2018 þegar þeir voru 5.200. Hlutfall atvinnulausra var þó það sama eða 2,5%. Alls voru 42.500 utan vinnumarkaðar í júlí 2019 en höfðu verið 39.800 í júlí 2018

Stikkorð: Atvinnuleysi