*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 13. júní 2018 12:42

340 milljóna króna hagnaður Skagans

Hagnaður fyrirtækisins jókst um 37% á milli ára.

Ritstjórn
Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X.
Haraldur Guðjónsson

Hátæknifyrirtækið Skaginn 3X skilaði 339 milljóna króna hagnaði í fyrra, en hagnaðurinn jókst um 37% milli ára. Velta fyrirtækisins nam u.þ.b. 5,7 milljörðum á síðasta ári, samanborið við 4,3 milljarða árið 2016. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu.

Verðmæti eigna fyrirtækisins námu 2,8 milljörðum í lok síðasta árs, samanborið við 1,8 milljarða í lok árs 2016. Eigið fé var 619 milljónir króna.

Lagt hefur verið til af stjórn félagsins að á þessu ári muni allt að 340 milljónir króna verða greiddar í arð til hluthafa félagsins.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is