365 hf. keypti á síðasta ári 4.800 fermetra skrifstofuhúsnæði við Urðarhvarf 14 á tæplega 1,5 milljarða króna. Í húsinu má meðal annars má finna heilsugæslustöð á vegum Heilsuverndar. Byggingin var auglýst til sölu á síðasta ári en seljandi var Byggingafélagið Framtak sem er í eigu verktakans Snorra Hjaltasonar. 365 er nær alfarið í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur fjárfestis.

Atvinnuhúsnæði í eigu félaga sem tengjast Ingibjörgu telja nú um 12 þúsund fermetra hið minnsta og eru metin á yfir 6,5 milljarða króna.

Þá á 365 einnig um 8,2% hlut í fasteignaþróunarfélaginu Kaldalóni sem metið er á tæplega 300 milljónir króna og var keypt á árunum 2018 og 2019. Kaldalón vinnur að byggingu um þúsund íbúða á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar er fjallað um aukin umsvif 365 á fasteignamarkaðnum í Viðskiptablaðinu sem var að koma út. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .