37 milljóna króna hagnaður var af rekstri Sjónvarpsmiðstöðvarinnar á árinu 2012 samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Það er betri afkoma en árið 2011 þegar 13 milljóna króna hagnaður var af rekstrinum. Samtals nema eignir félagsins um 1.044 milljónum króna. Þar af vega þyngst fasteignir sem eru metnar á um 397 milljónir króna og vörubirgðir um 295 milljónir króna.

Langtímaskuldir félagsins eru samtals um 627 milljónir króna en skammtímaskuldir um 354 milljónir. Eigið fé félagsins í lok árs 2012 nam samtals tæplega 72 milljónum króna.