Síminn hefur tekið þriðju kynslóðar farsímakerfi (3G) í notkun á Akureyri. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, tók kerfið formlega í notkun í dag og afhenti við það tækifæri Sigrúnu Jakobsdóttur bæjarstjóra Akureyrarbæjar 3G netkort í fartölvu.

Í tilkynningu vegna þjónustunnar er heft eftir Sævar: “Það er mér mikið ánægjuefni að opna fyrir 3G þjónustu Símans hérna á Akureyri. Það er okkar von að Akureyringar taki vel á móti þeim tækifærum sem 3G þjónustan hefur í för með sér fyrir fólk í starfi og leik. Það var alltaf markmiðið að 3G netvæða Akureyri sem allra fyrst á eftir höfuðborgarsvæðinu og með opnuninni í dag höfum við náð því takmarki, fyrr en áætlað var.”