Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desember 2012 er 402,2 stig og hækkaði um 0,05% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 383,3 stig og lækkaði um 0,05% frá nóvember. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs þá hækkað um 4,2% og vísitalan án húsnæðis um 4,8%.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 1,9% í mánuðinum en kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 0,5%. Þar af voru 0,11% áhrif af hækkun markaðsverðs en -0,04% áhrif af lækkun vaxta.

Meðalvísitala neysluverðs árið 2012 var 397,3 stig, 5,2% hærri en meðalvísitalan 2011. Samsvarandi breyting var 4,0% árið 2011 og 5,4% árið 2010.

Hér fyrir neðan má sjá þróun 12 mánaða verðbólgu sl. 5 ár.

© vb.is (vb.is)