Frjálsi fjárfestingarbankinn lækkar vexti á Frjálsum íbúðarlánum til einstaklinga í 4,2% verðtryggða vexti. Bankinn setur engin skilyrði um hvar lántakendur eru með sín bankaviðskipti. Lánum allt að 80% af markaðsverðmæti íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Önnur svæði eru háð mati á hverjum tíma. Engin hámarksupphæð er á lánunum. Hægt er að nota lánin til íbúðakaupa, til að stokka upp fjármálin eða í eitthvað allt annað.

Lánstími er 5 til 40 ár. Vextir Frjálsra íbúðalána eru endurskoðaðir á fimm ára fresti og hægt er að greiða lánin upp án kostnaðar þegar vextir koma til endurskoðunar. Krafa er gerð um 1. veðrétt í fasteign og að lántaki eða maki hans mega ekki vera á vanskilaskrá. Lágmarkslánsupphæð er 1 milljón króna.