Umsóknir um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum í síðustu viku voru 6,6 milljónir talsins, tvöfalt fleiri en í vikunni þar á undan, en sú tala setti margfalt met . Hagfræðingar höfðu spáð 3,7 milljón um sóknum í síðustu viku og er talan því vel ríflega yfir væntingum.

Tala síðustu viku var einnig uppfærð úr 3,28 milljónum í 3,34, en fylkin hafa ekki haft við að taka við og vinna úr umsóknum.

Verslanir og veitingastaðir sem hefur verið lokað og horfa fram á litlar sem engar tekjur næstu misseri hafa sagt upp fólki í hrönnum. Samkvæmt frétt Financial Times um málið hafa Kaliforníu- og Pennsylvaníu-fylki komið hvað verst út að þessu leyti, en auk þess hafa fylkin með landamæri við New York-fylki og Flórída beðið fólk um að vera heima til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.

Bandaríkjamenn eru 331 milljón talsins, en af þeim eru um 158 á vinnumarkaðnum. Fjöldinn sem sótti um atvinnuleysisbætur í síðustu viku samsvarar því 2% landsmanna eða 4,2% vinnumarkaðarins. Fyrir síðustu viku var metið 695 þúsund umsóknir um atvinnuleysisbætur í einni viku frá því skráning hófst fyrir hálfri öld síðan.