Samkvæmt könnun sem Maskína framkvæmdi á dögunum eru um 45% landsmanna hlynntir Borgarlínu en 28% eru henni andvíg. Þá eru tæplega 27% í meðallagi hlynnt eða í meðal lagi andvíg Borgarlínunni.

Ungt fólkt er hlynntara Borgarlínunni en eldra. Svarendur á aldrinum 18-39 ára eru hlynntastir en þeir sem eru 50-59 ára eru andvígastir Borgarlínunni. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru jafnframt hlynntari Borgarlínu en aðrir Íslendingar.

Milli 53% og 54% Reykvíkinga eru hlynnt henni og naumlega 26% andvíg. Íbúar nágrannasveitafélaga Reykjavíkur eru ekki jafn hlynntir Borgarlínunni e n þó segjast um 43% þeirra hlynnt en rúmlega 28% andvíg.

Þeir sem hafa háskólapróf eru talsvert hlynntari Borgarlínunni en þeir sem hafa grunnmenntun og framhaldsskóla- eða iðnmenntun. Um 56% háskólamenntaðra eru hlynnt henni, en aðeins um 34% grunnskólamenntaðra og 36% framhalds- eða iðnmenntaðra. Afstaða til Borgarlínunnar er afar breytileg eftir stjórnmálaskoðun. Um 8-17% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk, Miðflokk o gFlokk fólksins eru hlynnt henni á meðan u m 69-81% kjósenda Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar.

Svarendur voru 836 talsins og komu úr Þjóðgátt Maskínu,sem er þjóðhópur fólks (e. panel) dreginn með tilviljun ú  Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru a f báðum kynjum, alls staðar að af landinu  og á aldrinum 18-75 ára.

Sama spurning var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu í janúar síðastliðinn. Nokkur breyting hefur orðið á viðhorfi Íslendinga á Borgarlínu síðan þá, en 53% voru hlynnt henni í janúar, samanborið við 45% n ú í júní. Fleiri eru nú andvígir eða segjastí meðallagi hlynntir/andvígir Borgarlínunni en í janúar.

Af þeim sem búa á höfuðborgarsvæðinu eru íbúar miðborgarinnar, Vesturbæjar og Seltjarnarness ásamt þeim sem búa í Hlíðum, Laugardal, Háaleiti o g Bústöðum hlynntastir

Borgarlínunni, eða yfir 58%. Hafnfirðingar og Kópavogsbúar hafa svipað viðhorf til Borgarlínu en sveitarfélagið Garðabærskersig úr hvað viðhorf til hennar varðar, því þar eru fleiri andvígir en hlynntir.