Félagið Flúðasveppir ehf., sem er með svepparæktun skammt frá Flúðum á Suðurlandi, hagnaðist um 18 milljónir króna í fyrra. Er þetta viðsnúningur frá fyrra ári en þá nam tapið ríflega 7 milljónum. Félagið velti 450 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 419 milljónir árið 2017.

Eignir félagsins voru metnar á 519 milljónir króna um síðustu áramót og eigið fé nam 51 milljón. Veitingastaðurinn Farmers Bistro er rekinn í húsnæði Flúðasveppa en sá rekstur er í öðru félagi. Georg Ottósson er framkvæmdastjóri Flúðasveppa.