*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 18. maí 2019 17:02

450 milljóna sveppasala

Félagið Flúðasveppir ehf. hagnaðist um 18 milljónir króna í fyrra.

Ritstjórn
Georg Ottósson, framkvæmdastjóri Flúðasveppa.
Eva Björk Ægisdóttir

Félagið Flúðasveppir ehf., sem er með svepparæktun skammt frá Flúðum á Suðurlandi, hagnaðist um 18 milljónir króna í fyrra. Er þetta viðsnúningur frá fyrra ári en þá nam tapið ríflega 7 milljónum. Félagið velti 450 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 419 milljónir árið 2017.

Eignir félagsins voru metnar á 519 milljónir króna um síðustu áramót og eigið fé nam 51 milljón. Veitingastaðurinn Farmers Bistro er rekinn í húsnæði Flúðasveppa en sá rekstur er í öðru félagi. Georg Ottósson er framkvæmdastjóri Flúðasveppa.

Stikkorð: Flúðasveppir
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is