Orkuveita Reykjavíkur hefur lagt 4,7 milljarða í Gagnaveituna og samtals 13 milljarða í fjarskiptastarfsemi. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið.

Samkvæmt yfirlýsingu sem Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar, sendi á fréttastofu hefur Orkuveitan einnig lagt fjármuni í Lína.net, sem selt var til Vodafone, Rafmagnslína ehf. og eigin fjarskipti. Stefnt er að sölu Gagnaveitunnar af hálfu OR en Birgir telur að þeir fjármunir sem lagðir hafa verið í Gagnaveituna séu ekki tapaðir.