© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Frumálagning auðlegðarskatts fer nú fram í annað sinn og endurálagning í fyrsta sinn. Skatthlutfall var hækkað frá fyrra ári og eignamörk lækkuð. Nettóeignarmörk ein­hleyp­ings eru 75 milljónir krónur og hjá hjónum 100 milljónir krónur. Skatturinn er 1,5% af þeirri eign sem umfram mörkin er.

Auðlegðarskatt greiða 4.800 aðilar, samtals 4,8 milljarða. Hjón greiða skattinn sitt í hvoru lagi og því eru fjölskyldur sem hann greiða færri en þetta. Viðbótarálagning vegna hlutafjáreignar ársins á undan nær til næstum jafn margra og greitt höfðu auðlegðarskatt árið á undan. Álagningin, sem fór fram eftir reglum fyrra árs og með þeim mörkum sem þá giltu, nam 1,8 milljörðum.