Hveragerðisbæ hefur í kjölfar auglýsingar borist 50 milljón króna tilboð frá Ármönnum ehf. á Selfossi í byggingrrétt á lóðinni Austurmörk 24. Lóðin, sem er 11.000 fermetrar að stærð, er í daglegu tali nefnd Tívolílóð og stendur hún á fjölförnum stað gengt Eden. Áform Ármanna ganga út á að byggja á lóðinni íbúðir fyrir 55 ára og eldri með verslun og þjónustu á neðstu hæð hússins.

Bæjarráð samþykkti að gera samning við Ármenn á grundvelli tilboðsins.