58% af framkvæmdastjórum fyrirtækja í sænsku Kauphöllinni telja að sænski markaðurinn muni hækka á næsta ári. 15% telja hins vegar að markaðurinn haldi áfram niður á við og 22% telja að hann standi í stað. Þetta kemur fram í könnun Regis sem Dagens industri segir frá.

Af þeim sem búast við hækkun reikna 22% að hún verði yfir 21%, rúmur helmingur telur að hún verði 11-20% og 22% að hún verði 10% eða minna.

Af þeim sem búast við lækkun reikna 20% með meiri lækkun en 21%, þriðjungur reiknar með 11-20% lækkun og tæpur helmingur reiknar með 1-10% lækkun.