Niðurstöður könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 4. apríl til 5. apríl 2016 sýna að  60,7% svarenda voru ánægðir með störf Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Ánægja með störf forseta hafði ekki mælst meiri frá árinu 2013. Einungis 15% þeirra sem tóku afstöðu sögðust vera óánægð með störf forsetans.

Ánægja með störf Ólafs Ragnars sem forseta var afar mismunandi eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Til að mynda sögðust 99% þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn voru ánægð eða mjög ánægð með störf forseta borið saman við 27% þeirra sem sögðust myndu kjósa Samfylkinguna.

Þeir þátttakendur sem höfðu lokið háskólanámi voru síður ánægð með störf forseta. Heildarfjöldi svarenda var 987 einstaklingar á aldrinum 18 ára og eldri.