Skiptum á þrotabúi EPG ehf., áður Parket og gólf, var lokið 29. apríl 2011 en 68 milljónir fengust upp í almennar kröfur sem námu 448 milljónum króna. Skiptastjóri var Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður.

Stofnendur seldu 2007

Eigendaskipti Parket og Gólf
Eigendaskipti Parket og Gólf
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Parket og gólf var sett á stofn 1985 en Ómar Friðþjófsson og fjölskylda stofnuðu fyrirtækið og áttu í meira en tvo áratugi eða allt til ársins 2007 þegar Þórður Birgir Bogason, fyrrverandi forstjóri Mest, keypti fyrirtækið. Í fréttatilkynningu sem send var til fjölmiðla var tekið fram að Parket og gólf hefði tekið þátt í fjölda skemmtilegra verkefna sl. ár, t.d. á Bessastöðum, í Alþingishúsinu, Höfða, Listasafni Íslands, Seðlabankanum, Valhöll á Þingvöllum, Hótel Borg auk fjölda verkefna fyrir Kaupþing, Glitni og Landsbankann. Í lok árs 2007 var sýningarrýmið stækkað í 400 fermetra.

Parket og gólf á Akureyri

Parket og gólf var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2009 og stuttu síðar auglýsti þrotabúið reksturinn og lagerinn til sölu. Parket og gólf er núna rekið af félaginu Parket og gólf ehf. P.O.G., sem var stofnað í júní 2009 og er í eigu Þorgeirs Björnssonar, framkvæmdastjóra Parkets og gólfs. Sýningarsalur Parkets og gólfs eru í Ármúla 32 og nýr sölustaður er á Akureyri að Njarðarhrauni 4.