Erlendir aðilar áttu 819,1 milljarða króna í verðbréfum hér á landi í lok síðasta árs. Jókst sú eign um 146 milljarða króna á árinu. Skuldabréf innlánsstofnana í slitameðferð eru ekki talin með í framangreindri tölu.

Tæplega átta prósent af þeim verðbréfum sem erlendir aðilar eiga á Íslandi eru í eigu félaga sem eru skráð á Cayman eyjum og 0,72% af bréfunum eru í eigu aðila sem skráðir eru á Bresku Jómfrúareyjunum. Heildareignir þessa aðila nema 70,5 milljörðum króna, þar af eru 64,6 milljarðar í eigu félag sem skráð eru á Cayman og 5,9 milljarðar í eigu félaga sem eru skráð á Bresku Jómfrúareyjunum. Lúxemborg var með um 35,4% af innlendri verðbréfaeign erlendra aðila og Bandaríkin með um 33,8%, samanlögð hlutdeild þeirra er því um 69,2%.

Seðlabankinn segir þessa eign aðila á  Cayman-eyjum og Bresku-Jómfrúreyjunum vekja athygli, en ólíklegt megi teljast að í öllum tilfellum sé raunverulegur eigandi verðbréfanna búsettur í þessum löndum. Sama megi að einhverju leyti segja um Lúxemborg og Bandaríkin.