Alls hafa 720 beiðnir um hleranir borist dómstólum frá árinu 2009 til 2013 en aðeins fimm þeirra var hafnað. Þetta kemur fram í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata.

Í langflestum tilvikum er hlerunum beitt við rannsókn fíkniefnamála en af þeim beiðnum sem var hafnað var í fjórum þeirra verið að rannsaka fíkniefnabrot og í einu þeirra mansal.

Á síðasta ári var óskað eftir alls hundrað hlerunum í nítján málum og árið áður var óskað eftir 118 hlerunum í 24 málum.