Hagnaður Air Atlanta nam 5,8 milljónum dollara á síðasta ári eða því sem nemur um 720 milljónum íslenskra króna og dróst saman um 40% frá fyrra ári. Tekjur félagsins námu um 235 milljónum dollara eða um 29 milljörðum króna og jukust um tæp 5% milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnskostnað og tekjuskatt nam 8,2 milljónum dollara og dróst saman um 7% milli ára. Eignir félagsins námu í árslok um 75,2 milljónum dollara og var eiginfjárhlutfall 59% í lok árs.

Að sögn Baldvins Más Hermannssonar, forstjóra félagsins var árið í fyrra gott ár. „Hagnaður var um 2,5% af veltu sem er vel viðunandi fyrir svona félag. Ef horft er yfir síðustu 10 ár hefur hagnaðarhlutfallið verið um 1–1,2%. Hár viðhaldskostnaður auk einskiptiskostnaðar dró afkomuna aðeins niður en heilt yfir vorum við þó mjög ánægð með árið. Við ætlum hins vegar ekkert að draga úr og metnaðurinn og markmiðið er að gera enn betur á yfirstandandi ári.“

Nánar er rætt við Baldvin í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .