Í kjölfar tilkynningar Kaupþings 19. mars síðastliðinn um að bankinn hefði ákveðið að innheimta ekki þær áskriftir sem fengust í hlutafjárútboði Skipta og að fella niður þær áskriftir sem ekki hafa verið greiddar fyrir klukkan fjögur síðdegis 26. mars, tilkynntu 70 áskrifendur Kaupþingi 25. mars að þeir hyggist ekki greiða áskriftir sínar og eru þær því felldar niður, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Hafa því alls 73 áskrifendur fallið frá áskrift sinni. Að teknu tilliti til þessa á Kaupþing 1.798.957.044 hluti í Skiptum eða sem nemur 24,41% af heildarhlutafé félagsins.