Velta með bréf í Icelandair Group nam 740 milljónum króna í dag og hækkaði gengi bréfa um 1,18% miðað við síðustu viðskipti. Bréfin ruku þó mun meira upp í verði í dag, eða um tæp 3%.

Ástæða þessa miklu viðskipta er án efa að um miðjan dag í dag kvisaðist út að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra myndi senn leggja fram lagafrumvarp vegna verkfalls flugmanna. Tólf tíma verkfall setti mikið strik í reikninginn fyrir ferðaþjónustu á föstudag.

Að öðru leyti var mjög lítil velta með bréf í félögum í Kauphöll Íslands. Mest þó með bréf í VÍS en þar nam veltan 61 milljón króna.