Reiknistofa bankanna (RB), sem er alfarið í eigu viðskiptabankanna og greiðslumiðlunarfélaga auk Sambands íslenskra sparisjóða, skilaði 211 milljóna króna hagnaði í fyrra. Ári fyrr nam hagnaðurinn 90 milljónum króna. Eigið fé nam um 1.499 milljónum króna í árslok 2014. Eiginfjárhlutfall var 46,2%, sem er lægra en ári áður þegar það var 76,5%.

Veltufjárhlutfall nam í lok árs 2014 1,34 en var í byrjun árs 2,14. Á aðalfundi RB 26. mars 2014 var samþykkt að lækka hlutafé félagsins um 30 milljónir að nafnverði, á genginu 10 eða samtals um 300 millj- ónir króna. Þá var samþykkt 75 milljóna króna arðgreiðsla. Stjórn félagsins leggur til að sama fjárhæð verði greidd í arð í ár. 175 ársverk voru unnin fyrir Reiknistofuna í fyrra.