Verðmiðinn á hinum svokallaða Landsbankareit, Austurbakka 2, var 750 milljónir króna samkvæmt kaupréttarsamningi Landeyjar og Situsar, lóðafélags Hörpu. Þetta kemur fram í þinglýstum kaupréttarsamningi sem gilti frá 31. mars 2009 til 30. mars 2013 en var undirritaður í maí 2010. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í síðustu viku ákvað Landey að ganga til kaupa á reitnum og hefur boðið hann til sölu.

Á Landsbankareitnum var gert ráð fyrir 14.500 fermetra skrifstofu- og atvinnuhúsnæði auk 1.000 fermetra kjallara samkvæmt deiliskipulagi en húsið átti að vera sex hæðir. Nýi Landsbankinn hafði haft hug á því að byggja nýjar höfuðstöðvar sínar á þessum reit.

Situs hefur einnig samþykkt kauptilboð frá Stólpa ehf. í lóðina við hlið Landsbankareitsins og sem gengur undir heitinu Austurbakki 1. Austurbakki 1 er við hlið Tollhússins við Tryggvagötu þar sem nú er bílastæði og Austurbakki 2 er næsta lóð þar á eftir.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .