Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 7,7% í október samkvæmt tölum frá Eurostat og hefur ekki verið hærra í um tvö ár að sögn BBC.

Minnst er atvinnuleysið í Hollandi eða 2,5% en mest á Spáni eða 12,8%.

Ef tekin eru öll ríki Evrópusambandsins, þ.e. líka þau sem ekki eru með evru, mældist atvinnuleysin 7,1% í nóvember en var á sama tíma í fyrra 6,9%.

Viðmælandi BBC gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist á næstu mánuðum því ekki sjái fyrir endann á lausafjárkrísunni.

„En þó svo að krísan leysist þurfa fyrirtæki engu að síður að draga saman seglin og hagræða í rekstri þannig að það eiga því miður fleiri eftir að missa vinnuna,“ segir ónafngreindur viðmælandi við BBC.