Tæplega 79 þúsund evrópsk sjúkratryggingakort voru í umferð hérlendis í árslok 2007, en Tryggingastofnun hóf útgáfu þeirra vorið 2005.

Sjúkratryggðir einstaklingar á Íslandi geta tekið kortið með sér er það dvelur í EES landi og greitt sama verð og heimamenn fyrir opinbera heilbrigðisþjónustu.

Er kortið nokkurs konar ábyrgðaryfirlýsing á því að Tryggingastofnun muni greiða kostnaðinn. Þessi þjónusta er í samræmi við almannatryggingareglurnar sem gilda milli EES ríkjanna.