Rúmlega 8,6 milljónum króna var í gær úthlutað til tuttugu og fjagra afburðanemenda við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands. Nemendurnir hefja nám við skólann næsta haust og fengu í gær afhenda styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta við Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands.

Nemendurnir eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi. Hver styrkur nemur 300 þúsund krónum en auk þess verður skráningargjaldið greitt fyrir afburðarnemana en það er 60.000 kr.

Af þeim 24 tilvonandi nemendum við háskólann sem hljóta styrk úr sjóðnum í ár voru 12 dúxar og tveir semidúxar í framhaldsskólum sínum síðustu tvö skólaár.

Styrkhafarnir eru:

Alexander Elís Ebenesersson, Andri Oddur Steinarsson, Anna Rut Arnardóttir, Arna Rut Emilsdóttir, Arnar Snær Ágústsson, Árni Björn Höskuldsson, Ásdís Sæmundsdóttir, Birna Helga Jóhannesdóttir, Birta Bæringsdóttir, Bjarni Örn Kristinsson, Fjóla Kristín B. Blandon, Gísli Þór Þórðarson, Guðrún Valdís Jónsdóttir, Guðrún Svanhvít S. Michelsen, Guðrún Þóra Sigurðardóttir, Halla Björg Sigurþórsdóttir, Hildur Þóra Ólafsdóttir, Ingvar Hjartarson, Jón Ágúst Stefánsson, Jón Áskell Þorbjarnarson, Pála Margrét Gunnarsdóttir, Pétur Rafn Bryde, Sigurður Ragnarsson og Unnur Bjarnadóttir.