Nú þegar er farinn að sjást árangur af þeim aðgerðum, sem settar voru í gang fyrr á árinu til þess að auka sölutekjur og lækka kostnað. Hagnaður þriðja ársfjórðungs var kr. 8,8 milljónir en ekki er útlit fyrir að afkoman verði jákvæð fyrir árið í heild.Rekstrartekjur voru á tímabilinu janúar til september 2004 samtals 1623,0 milljónir.

Tap varð af rekstri Austurbakka h.f. eftir níu mánuði 2004 að upphæð kr. 55,9 milljónir. Rekstrartap án afskrifta er 23,5 milljónir, en var rekstarhagnaður kr. 93,9 milljónir á sama tímabili í fyrra. Afskriftir eru kr. 23,1 milljón.

Fjármagnsgjöld voru 14,7 milljónir samanborið við kr. 15,6 milljónir eftir 9 mánuði 2003. Veltufé frá rekstri fyrstu níu mánuði 2004 er neikvætt um 40,6 milljónir og eiginfjárhlutfall er 20,02%, en var 24,55% eftir níu mánuði 2003. Veltufjárhlutfall er 1,11 á móti 1,39 eftir níu mánuði 2003.