Tæplega 29 þúsund manns eiga inneign hjá Tryggingastofnun eftir að hafa fengið vangreitt á síðasta ári. Um fjórtán þúsund fengu ofgreiddar bætur. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þetta jafngildir því að um 9% þjóðarinnar fái endurgreitt frá Tryggingastofnun.

Heildarfjöldi þeirra sem hefur fengið of- eða vangreitt undir hundrað þúsund krónum á árinu 2011 var 32.800 manns en árið 2010 voru þeir 30.900 og 30.800 árið 2009. Um 5.000 manns þurfa að endurgreiða meira en 100.000 krónur en um 9.000 fá meira en 100.000 krónur endurgreiddar. Innheimta krafna hefst 1. september en inneignir verða greiddar þann 3. ágúst næstkomandi.