Hamborgarahryggurinn hefur lækkað í verð hjá Samkaup-Úrval og í Hagkaup. En í Krónunni og Bónus hefur hann hækkað milli ára um 20 og 30% en þó eru þessar tvær verslanir enn þær ódýrustu.

Þetta kemur fram á vef Neytendasamtakanna fyrir ári síða, og aftur nú í ár, könnuðu Neytendasamtökin verð á hamborgarhrygg í 8 matvöruverslunum.

Í fyrra var í öllum tilvikum tekið verð á ódýrustu tegund hamborgarahryggs sem í boði var, ekki var lagt mat á gæði kjötsins. Tæplega 112% verðmunur var á milli lægsta og hæsta verðs.

Verð var aftur kannað í ár í sömu verslunum á ódýrustu tegund hamborgarahryggs. Á vef Neytendasamtakanna kemur fram að verslanirnar raðast eins niður nú og fyrir ári síðan en þó hefur verðmunur milli verslana minnkað mikið. Verðmunur er nú mestur 94% og er Krónan aftur með lægsta verð.

Sjá nánar vef Neytendasamtakanna en þar má sjá verðin sett upp töflu.