Helgi Hjörvar talaði fyrir þverpólitísku nefndaráltii um samstillt átak til að auka veg erlendrar fjárfestingar hér á landi á Alþingi í dag. Í frumvarpinu er lagt til að efnahags- og viðskiptaráðherra ásamt iðnaðarráðherra leggi fram á þingi tímasetta áætlun um aðgerðir til að efla markaðs- og kynningarstarf auk þess að endurskoða m.a. lagaumhverfi um fjárfestingar erlendra aðila hér.

Fram kemur í frumvarinu að illa hafi gengið að laða að aðra fjárfestingu en í stóriðju. Orsakaþættirnir séu af ýmsum toga, svo sem landfræðilegum, náttúrulegum, efnahagslegum og pólitískum.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á því að í tillögunni hefur verið fellt út málsliður þar sem áður sagði að eignir erlendra fjárfesta verði varðar með sama hætti og íslenskra ríkisborgara.

Helgi svaraði því til að málsgreinin gæti valdið misskilningi. „Ísland er réttarríki í evrópsku lagaumhverfi. Enginn vafi er á því að eignaréttur manna er virtur og hann ekki fyrir borð borinn,“ sagði Helgi.

Nefndarálitið