Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,13% og er 5.263 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvaktinni.

Ekkert félag hefur hækkað það sem af er degi þrátt fyrir að uppgjör Landsbankans, sem birtist í morgun, hafi verið langt yfir væntingum greiningardeildar Glitnis.

Össur hefur lækkað um 1,84%, Glitnir hefur lækkað um 1,81%, Kaupþing banki hefur lækkað um 1,39%, FL Group hefur lækkað um 1,26% og Straumur-Burðarás hefur lækkað um 1,26%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,09% og gengisvísitalan 126,6 stig við hádegi.