Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,8% og er 4.902 stig við hádegi. Gengi krónu hefur styrkst um 1,8% og er 146,4 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Veltan á hlutabréfamarkaði er um einn milljarður króna.

Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu eru grænar það sem af er degi, þrátt fyrir lítilháttar lækkun í Bandaríkjunum síðastliðinn föstudag, en rekja má hækkunina meðal annars til hækkana á mörkuðum í Asíu.

Bakkavör Group [ BAKK ] hefur hækkað um 4,6% og nemur sjö daga hækkunin 16,3%  - sem ekki er í takt við aðra verðþróun á íslenska markaðnum, Exista[ EXISTA ]  hefur hækkað um 2,4%, Century Aluminium [ CENX ] hefur hækkað um 1,7%, Landsbankinn [ LAIS ]  hefur hækkað um 1,2% og Glitnir[ GLB ]  hefur hækkað um 1,1%.

FL Group [ FL ] hefur hækkað um 3,8% og Atlantic Airways [ FO-AIR ] hefur hækkað um 0,7%.