Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,94% í dag er 6.754,85 stig.

FL Group hefur hækkað langmest eða, um 4,84% og heldur því áfram að hækka umtalsvert frá því að fyrirtækið tilkynnti um það ætli að setja Icelandair Group á markað. Félagið hefur hækkað um 35,08% frá áramótum.

Íslandsbanki hækkar næstmest, eða um 1,90% og Dagsbrún hækkar um 1,04%.

Atlantic Petroleum hefur lækkað mest í dag, eða um 1,10%. Fyrirtækið hefur enga að síður hækkað um 66,35% frá áramótum.

Össur lækkar næst mest, eða um 0,97% og Alfesca lækkar um 0,74%.