Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,70% það sem af er degi og er 5.640,54 stig, samkvæmt upplýsingum Kauphallarinnar.

Dagsbrún hefur hækkað um 0,18% og er eina fyrirtækið sem hefur hækkað.

FL Group hefur lækkað um 4,30%, Straumur-Burðarás hefur lækkað um 2,34%, Glitnir hefur lækkað um 2,31%, Landsbankinn hefur lækkað um 2,19% og Avion Group hefur lækkað um 1,94%.

Gengi krónunnar hefur veikst um 0,58% og er gengisvísitala hennar 125,91 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.