Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,79% og er 5.706 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur milljarði króna.

?ICEX-15 hækkaði um 1,9% á föstudag og var það áttundi viðskiptadagurinn í röð sem vísitalan hækkaði. Í morgun hélt þessi þróun áfram og hefur vísitalan hækkað um 0,8%. Hækkunin undanfarna daga hefur einkum verið drifin áfram af hækkun á bréfum í Kaupþingi banka en bréf félagsins hafa hækkað um 9,5% á einni viku. Þar sem Kaupþing banki vegur langþyngst innan ICEX-15 er sjaldnast mikill munur á ávöxtun ICEX-15 og ávöxtun bréfa bankans," segir greiningardeild Glitnis.

Landsbankinn hefur hækkað um 1,3% en stærstu viðskipti dagsins eru utanþingsviðskipti með bréf bankans fyrir um 165 milljónir króna, Atlantic Petroleum hefur hækkað um 1,28%, Glitnir hefur hækkað um 1,08%, Kaupþing banki hefur hækkað um 1,05% og Atorka Group hefur hækkað um 0,83%.

Alfesca hefur lækkað um 0,69% og Bakkavör Group um 0,19%.

Gengi krónu hefur veikst um 0,55% og er 123,7 stig við hádegi.