Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,13% og er 5.328 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvaktinni.

Mosaic Fashions hefur hækkað um 1,31%, Bakkavör Group hefur hækkað um 1,14%, Avion Group hefur hækkað um 0,31% og Alfesca hefur hækkað um 0,25%.

Glitnir hefur lækkað um 1,19% og Straumur-Burðarás hefur lækkað um 0,61%.

Gengi krónu hefur styrkst um 1,30% og er gengisvísitala hennar 130,5 stig við hádegi.

Sérfræðingar segja ástæðuna gæti legið í auknum áhuga á krónunni sem og það að Seðlabankinn hafi ákveðið að hafa auka vaxtaákvörðunardag, þrýsti á gengið. Einnig velta þeir sér fyrir því hvort þetta sé leiðrétting, því að þrátt fyrir 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans þann 6. júlí hafi gengi krónu veikst.