Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,94% það sem af er degi og er 5.543,69 stig, samkæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Actavis Group er eina fyrirtækið sem hefur hækkað í Kauphöllinni það sem af er degi og nemur hækkunin 0,68%.

Landsbankinn hefur lækkað mest og nemur lækkunin 4,26%, FL Group hefur lækkað um 3,37%, Dagsbrún hefur lækkað um 2,45%, Glitnir hefur lækkað um 2,35% og Kaupþing banki hefur lækkað um 1,69%.

Gengisvísitala íslenskur krónunnar hefur hækkað um 0,52% og er 129,27 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi banka.