Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,06% og stóð í 8.536 á hádegi í dag, samkvæmt upplýsingum frá markaðsvakt Mentis.

Mest hækkun var í bréfum Marels eða 3,95%, Atorka hækkaði um 1,74%, Össur hækkaði um 1,41%, Teymi um 1,33% og Staumur-Burðarás um 0,9%

Föroya Banki lækkaði um 2,15%, Actavis um 0,67%, FL Group um 0,5%, Kaupþing um 0,34%, Glitnir um 0,17% og Landsbankinn um 0,13%.

Gengi krónunnar styrktist um 0,85% og stóð í 113,3.