Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,84% og er 5.580 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Í gær lauk Úrvalsvísitalan deginum í fyrsta skipti með hækkun. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 11,4% frá áramótum.

Norrænir markaðir hafa lækkað það sem af er degi.

Spron hefur hækkað um 5% [ SPRON ], Exista [ EXISTA ] hefur hækkað um 2,6%, Kaupþing [ KAUP ] hefur hækkað um 1,5%, Icelandair [ ICEAIR ] hefur hækkað um 1,3% og Bakkavör Group [ BAKK ] hefur hækkað um 1,2%.

Atlantic Petroleum[ FO-ATLA ]  hefur lækkað um 3%, Atorka Group [ ATOR ] hefur lækkað um 0,8%, Glitnir [ GLB ] hefur lækkað um 0,25% og Teymi [ TEYMI ] hefur lækkað um 0,2%.

Gengi krónu hefur veikst um 1% og er 122,5 stig.