Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,43% og er 6.780 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 3.498 milljón króna.

Actavis hefur hækkað um 1,93%, FL Group hefur hækkað um 1,44%, Straumur-Burðarás hefur hækkað um 1,12%, Mosaic Fashions hefur hækkað um 1% og Eimskip hefur hækkað um 0,9%.

Flaga hefur lækkað um 1,54% og Exista hefur lækkað um 0,41%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,78% og er 124,9 stig en undir lok síðasta föstudag var tilkynnt um stærstu jöklabréfaútgáfu frá upphafi þegar Rabobank gaf út 40 milljarða króna til eins árs.