Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,5% og er 5.281 stig við hádegi. Gengi krónu hefur styrkst um 0,6%  og er 149,9 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Veltan á hlutabréfamarkaði nemur þremur milljörðum króna, veltan á skuldabréfamarkaði nemur 17,8 milljörðum króna.

Spron [ SPRON ] hefur hækkað um 3,8%, Eimskip [ HFEIM ] hefur hækkað um 3,6%, Straumur [ STRB ]  hefur hækkað um 1,7%, 365 [ 365 ] hefur hækkað um 1,5% og Exista [ EXISTA ] hefur hækkað um 1,5%.

Flaga Group [ FLAGA ]  hefur lækkað um 1,3%, Föroya [ FO-BANK ] banki hefur lækkað um 1%, Bakkavör [ BAKK ] og Teymi [ TEYMI ] hafa lækkað um 0,7% og Landsbankinn [ LAIS ] hefur lækkað um 0,2%.