Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,52% og er 5.317 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvaktinni.

Bakkavör hefur hækkað um 1,34%, Marel hefur hækkað um 1,14%, Landsbankinn hefur hækkað um 1,01%, Atlantic Petroleum hefur hækkað um 0,7% og Atorka Group hefur hækkað um 0,49%.

Kaupþing banki hefur lækkað um 1,64%, Alfesca hefur lækkað um 0,98%, Össur hefur lækkað um 0,92%, Dagsbrún hefur lækkað um 0,89% og Actavis Group hefur lækkað um 0,64%.

Krónan hefur styrkst um 0,44% og er gengisvísitalan 130,2 stig og heldur þar með áfram að styrkjast en í gær styrktist hún um 1,12%.