Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,3% og er 4.846 stig við hádegi.  Vísitalan hefur þó verið græn með naumindum, stærsta hluta morguns. Krónan hefur veikst um  0,1% og er 158,5 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Veltan nemur 2,5 milljörðum króna á hlutabréfamarkaði og 20,7 milljörðum króna á skuldabréfamarkaði.

FL Group [ FL ] hefur hækkað um 2,5%, Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] hefur hækkað um 2%, Spron [ SPRON ] hefur hækkað um 1,8%, Century Aluminium [ CENX ] hefur hækkað um 1,5% og Glitnir [ GLB ] hefur hækkað um 1,2%.

Föroya banki[ FO-BANK ]  hefur lækkað um 2%, þrjú félög hafa lækkað um 0,9% - þau eru: Straumur[ STRB ] , Atlantic Airways [ FO-ATLA ] og Teymi [ TEYMI ] , þá hefur 365 [ 365 ] lækkað um 0,8%.