Á hádegi stóð úrvalsvísitalan í 8.729 stigum er og er það lækkun um 0,34% frá lokun markaða í gær samkvæmt upplýsingum Markaðsvaktar Mentis. Alls nemur velta viðskipta með hlutabréf í Kauphöllinni það sem af er degi 3,4 milljörðum króna.

Fimm félög hafa hækkað í Kauphöllinni, og varð mesta hækkunin á gengi færeyska olíufélagsin Atlantic Petroleum sem hefur hækkað um 2,83% en næst mest hefur Össur hækkað um 0,94%. Þá hefur Eimskipafélag Íslands, Tryggingamiðstöðin og Atorka hækkað lítillega í dag.

Ellefu félög hafa lækkað í dag. Nýherji hefur lækkað mest eða um 1,52% þá hefur Færeyjabanki lækkað um 1,06% og Icelandair um 0,6%.

Krónan stendur í stað í viðskiptum á gjaldeyrismarkaði og stendur gengisvísitalan nú í 111,7 stigum.